Rinat hanskar og vörur eru í hæsta gæðaflokki - Sérvalið hanskamerki fyrir Ísland - Af hverju Rinat?

Rinat á Íslandi er umboðsaðili fyrir markmannsmerkið Rinat. Ástæðan fyrir því að ég hóf að flytja inn markmannshanska vorið 2019 var vegna þess að sonur minn Árni Marinó var markmaður ÍA þá í 3. flokki. Ég sem foreldri markmanns fannst fáranlegt að úrvalið og aðgengi að hönskum væri svo lélegt hérlendis sem raun bar vitni að það þyrfti að panta hanska erlendis frá (eins og Árni Marinó gerði á þessum tíma) og jafnframt hjálpaði ÍA ekkert til. 2021 var Árni Marinó búinn að vinna sér sæti í aðalliði ÍA í efstu deild ásamt að vera yngsti markmaður í byrjunarliði í deildinni það ár aðeins 19. ára gamall og vakti hann mikla og verðskuldaða athugli fyrir frábæra frammistöðu. Stóri þátturinn í hans árangri var að vera vel hanskaður.

Vegna sonarins byrjaði ég haustið 2018 að finna hanskamerki og hefja innflutning fyrir markmenn á Íslandi. Ég vildi finna hanskamerki sem væri í fresmtu röð á sínu sviði án þess að horfa til stóru vörumerkjanna. Það tók mig ekki langan tíma að finna og sannfærast um Rinat. Það sem heillaði mig við Rinat var vöruúrvalið af sniðum og litaúrvalið sem er ávallt afar glæsilegt. Svo er saga stofnandans Hector Castro afar áhugaverð sem var fátækur markmaður sem bjó til sína hanka úr eldri hönskum.

Einnig var mín hugmynd við innflutningi á Rinat að aðstoða markmenn á Íslandi og ekki síst að fara í samstarf við félögin í landinu til að aðstoða alla sína markmenn til að fá gæða hanska á betri kjörum. Mér fannst þetta sárlega vanta og bara ekki sanngjarnt að markmenn í hópíþrótt þyrftu að bera allan kostnað af hönskum.

Árið 2019 er Rinat nánast óþekkt hanskamerki á Íslandi en 2023 er Rinat orðið eftirsóknarverðasta hankamerkið á Íslandi. Hlutfallslega vinsæalasta hanksamerkið á Íslandi viðað við önnur merki. Verið velkomin í Rinat fjölskylduna. Við erum með ástíðu fyrir markmönnun okkar og bjóðum upp á gæða þjónustu. Hjá okkur ertu alltaf í góðum höndum. 

Við erum lítið fyrirtæki með stórt hjarta. Komum með ástíðu inn á íslenskan markað til að aðstoða markmenn og í samstarfi við félögi. Vertu með  í Rinat fjöldkyldunni.  Merkið okkur  #rinatisland #teamrinatisland @rinatisland

Markmiðið var fyrst og fremst að aðstoða soninn með að vera alltaf vel hanskarður. Einnig að bjóða markmönnum á Íslandi upp á gæða hanska á góðum kjörum. Síðast en ekki síst að fara í samstarf við félögin í landinu til að aðstoða og sína stuðning við sína markmenn með góðum afsláttarkjörum. Bjóðum einnig upp á heildsöluverð og mikið vöruúrval fyrir verslanir.  Í framhaldi af velgengni Rinat erum við dreifingaraili fyrir Gloveglu sem eru stærstir á heimsvísu á hanksaspreyum og öðrum markmannsvörum.

Við gerum skriflega samninga við markmenn sem æfa og keppa aðeins með Rinat hönskum. 

Eftirfarandi markmenn eru með samning við Rinat:

Sindri Kristinn Ólafsson FH

Ingvar Jónsson Víkingi

Jökull Andrésson Reading

Árni Marinó Einarsson ÍA

Harpa Jóhannsdóttir Þór/KA

FÉLÖG: Hafið samband til að fá afsláttarkjör fyrir alla markmenn félagssins. 

AÐRIR MARKMENN: Erum með sérstök afsláttarkjör fyrir alla aðalmarkmenn sem keppa fyrir hönd Íslands á á vegum KSÍ. Einnig eru sérkjör fyrir allt landliðsmenn i yngri flokkum, bæði sem eru í stöðugt í æfingarhópum og lokahópum. Hafið samband.

Saga Rinat er mjög áhugaverð og þess virði að kynna sér hana. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 af Mexíkóanum og markmanninum Hector Castro og hafa markmannshanskarnir verið framleiddir alla tíð síðan í sömu byggingunni í Mexíkó. Rinat eru nefndir í höfuðið á markmannsgoðsögninni Rinat Dasayev sem stóð á milli stanganna hjá landsliði Sovétríkjanna á níunda áratug síðustu aldar. Merkið er að ryðja sér til rúms í Evrópu og hefur verið sérstaklega vinsælt í Suður-Ameríku og margir af bestu markmönnum í Mið- og Suður-Ameríku nota þá. Rinat eru notaðir af landsliðsmarkmönnum og meðal annars í La Liga efstu deild á Spáni og öðrum efstu deildum víðsvegar um Evrópu..

Frekari upplýsingar veitir:
Einar Bjarni Jónsson

Umboðsmaður Rinat  & Gloveglu á Íslandi

[email protected]

Sími: 6800070

RINAT SPORT & NETGOLFVÖRUR – VERSLUN OKKAR ER Í ÁRMÚLA 19

KT. 271271-3369 / VSK NR. 113853

ESPIGRUND 4, 300 AKRANES

© RINAT 2020-2023  ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN | SKILMÁLAR

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Merkið okkur @rinatisland #rinatisland #teamrinatisland

Add to cart