Rinat hanskar og vörur eru í hæsta gæðaflokki - Sérvalið hanskamerki fyrir Ísland - Af hverju Rinat?

Rinat á Íslandi er umboðsaðili fyrir markmannsmerkið Rinat fyrir Ísland. Ástæðan fyrir því að ég hóf að flytja inn markmannshanska var upphaflega vegna þess að sonur minn er markmaður og ég tók eftir hve ábótavant úrvalið var og aðgengið að hönskum var ekki gott hérlendis. Ég vildi finna merki sem væri framarlega á sínu sviði án þess að horfa til stóru vörumerkjanna. Það tók ekki langan tíma að finna og sannfærast um Rinat sem nota aðeins bestu fáanlegu efni í sína hanska. Rinat hefur einnig upp á að bjóða mjög mikið úrval af mismunandi gerðum af hönskum og litaúrvalið er ávallt afar glæsilegt.

Min hugmynd var einnig að aðstoða markmenn og félög til að fá gæða hanska á betri kjörum. Afsláttarkjör eru boði fyrir félög og markmenn sem velja Rinat sem sitt merki.

Markmiðið er fyrst og fremst að bjóða markmönnum á Íslandi upp á gæða hanska á góðum kjörum. Ég vil aðstoða félögin í landinu til að hugsa betur um sína markmenn og bjóða þeim upp á sérkjör fyrir alla sína markmenn. Einnig er hægt að fá vörurnar í heildsölu fyrir verslanir.

Höfum nú þegar við gert samninga við 5 íslenska markmenn sem æfa og keppa aðeins með Rinat hönskum.

Aron Dagur Birnuson KA og Grindavík

Ingvar Jónsson Víkingur

Sindri Kristinn Ólafsson Keflavík

Aníta Ólafsdóttir ÍA

Jökull Andrésson Reading

Vladan Djogatovic Grindavík 

Félög: Hafið samband til að fá bestu afsláttarkjör fyrir alla markmenn félagssins. 

Aðrir markmenn: Hafið samband og fáið tilboð.

Saga Rinat er mjög áhugaverð og þess virði að kynna sér hana. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 af Mexíkóanum og markmanninum Hector Castro og hafa markmannshanskarnir verið framleiddir alla tíð síðan í sömu byggingunni í Mexíkó. Rinat eru nefndir í höfuðið á markmannsgoðsögninni Rinat Dasayev sem stóð á milli stanganna hjá landsliði Sovétríkjanna á níunda áratug síðustu aldar. Merkið er að ryðja sér til rúms í Evrópu og hefur verið sérstaklega vinsælt í Suður-Ameríku og margir af bestu markmönnum í Mið- og Suður-Ameríku nota þá. Rinat eru notaðir af landsliðsmarkmönnum og meðal annars í La Liga efstu deild á Spáni og öðrum efstu deildum víðsvegar um Evrópu..

Frekari upplýsingar veitir:
Einar Bjarni Jónsson umboðsmaður Rinat á Íslandi
[email protected] Sími: 8241418 

NETGOLFVÖRUR/RINAT

KT. 271271-3369 / VSK NR. 113853

ESPIGRUND 4, 300 AKRANES

© RINAT 2020-2022  ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN | SKILMÁLAR

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Merkið okkur @rinatisland #rinatisland #teamrinatisland

X
Add to cart