Ástæðan fyrir því að ég hóf að flytja inn markmannshanska var upphaflega vegna þess að sonur minn er markmaður og ég tók eftir hve ábótavant úrvalið var og aðgengið að hönskum var ekki gott hérlendis. Ég vildi finna merki sem væri framarlega á sínu sviði án þess að horfa til stóru vörumerkjanna. Það tók ekki langan tíma að finna og sannfærast um Rinat sem nota aðeins bestu fáanlegu efni í sína hanska. Rinat hefur einnig upp á að bjóða mjög mikið úrval af mismunandi gerðum af hönskum og litaúrvalið er ávallt afar glæsilegt.
Min hugmynd var einnig að aðstoða markmenn og félög til að fá gæða hanska á betri kjörum. Afsláttarkjör eru boði fyrir félög og markmenn sem velja Rinat sem sitt merki.